Fulltrúar Háskólans á Bifröst taka við veglegum styrk frá Rannís 4. september 2017

Fulltrúar Háskólans á Bifröst taka við veglegum styrk frá Rannís

Þann 30. ágúst úthlutaði Rannís styrkjum til fjölþjóðlegra samstarfsverkefna úr menntahluta Erasmus+. Fulltrúar Háskólans á Bifröst, Hulda I. Rafnarsdóttir og Kári Joensen tóku við € 260.806 styrk fyrir verkefnið Advancing Migrant Women (Stuðningur við innflytjendakonur). Verkefnið nær yfir 30 mánuði og er samstarfsverkefni fjögurra landa en auk Háskólans á Bifröst sem fer með verkefnisstjórn taka þátt Símenntunarmiðstöð Vesturlands og skólar og stofnanir frá Englandi, Grikklandi og Ítalíu.

Verkefnið miðar að því að þróa námsefni og stuðning fyrir innflytjendakonur sem hvetur þær til að nýta og efla eigin starfsgetu og hæfileika. Stefnt er að því að styðja einstaklinginn sem öðlast sjálfstraust og færni til að fara út á vinnumarkaðinn eða verða virkur þátttakandi í sínu samfélagi. 
Verkefnið mun einnig auka vitund meðal atvinnurekanda um efnahags- og félagslegan ávinning af því að ráða konu af erlendum uppruna. 
Síðast en ekki síst mun verkefnið varpa ljósi á þær hindranir sem innflytjendakonur mæta sem geta valdið félagslegri einangrun og þar með komið í veg fyrir að þær nái markmiðum sínum.

Myndin var fengin af heimasíðu Erasmus+ og þar eru einnig nánari upplýsingar um veitta styrki. Síðuna má finna hér.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta