Brautskráning frá Háskólanum á Bifröst 16. júní 12. júní 2018

Brautskráning frá Háskólanum á Bifröst 16. júní

Næstkomandi laugardag hinn 16. júní kl. 10.00 verður brautskráning frá Háskólanum á Bifröst. Alls útskrifast um 80 nemendur úr grunn- og meistaranámi og Háskólagátt.

Rektor skólans Vilhjálmur Egilsson mun útskrifa nemendur ásamt sviðsstjórum. Tónlistaratriði í athöfninni verða í höndum Karlakórsins Söngbræðra ásamt undirleikurum.

Boðið verður upp á móttöku að athöfn lokinni.

Hægt verður að horfa á fyrsta leik Íslands á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu, Ísland gegn Argentínu í aðstöðu nemendafélagsins kl. 13.00.

Fylgist með í beinni útsendingu hér.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta