81 nemandi brautskráður um helgina við hátíðlega athöfn 18. júní 2018

81 nemandi brautskráður um helgina við hátíðlega athöfn

Í dag laugardaginn 16. júní, útskrifaði Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst alls 81  nemanda við hátíðlega athöfn. Útskriftarhópurinn samanstóð af nemendum úr Háskólagátt, viðskiptadeild og félagsvísinda- og lagadeild.

Verðlaun og útskriftarræður

Útskriftarverðlaun í grunnnámi hlutu Davíð Helgi Ingimundarson, viðskiptafræði og María Neves, félagsvísinda og lagadeild. Í meistaranámi hlutu útskriftarverðlaun Jenný Magnúsdóttir, viðskiptadeild og Bryndís Jóhanna Jóhannsdóttir, félagsvísinda- og lagadeild.

Að auki fengu tveir nemendur felld niður skólagjöld á vorönn vegna framúrskarandi námsárangurs, þau Helena Rós Tryggvadóttir, viðskiptadeild og Pétur Steinn Pétursson, félagsvísinda- og lagadeild.  

Bjarni Heiðar Halldórsson var með hæstu meðaleinkunn í Háskólagátt og fær hann felld niður skólagjöld fyrstu annar í grunnnámi við Háskólann á Bifröst.

Ræðumaður fyrir hönd nemenda í Háskólagátt var Alexander Þór Sigmarsson. Elísabet Halldórsdóttir flutti ræðu fyrir hönd grunnnema í viðskiptadeild og María Neves fyrir hönd grunnema í félagsvísinda- og lagadeild. Ávarp fyrir hönd meistaranema í viðskiptadeild flutti Áslaug María Ragnarsdóttir og Bryndís Jóhanna Jóhannesdóttir fyrir hönd meistaranema í félagsvísinda- og lagadeild. 

Karlakórinn Söngbræður sá um söngatriði við útskriftina. Að athöfn lokinni þáðu gestir léttar veitingar.

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta