Nýnemar

Háskólinn á Bifröst er persónulegur háskóli þar sem lagður er metnaður í að bjóða nemendum góða og persónulega þjónustu. Hér er að finna hagnýtar upplýsingar fyrir nemendur við Háskólann á Bifröst.

Umsækjendur geta fylgst með stöðu umsóknar sinnar með því að smella hér.

Hagnýtar upplýsingar við upphaf náms

Nemendur fá úthlutað auðkenni og lykilorði til þess að komast inn á kennslukerfið, Uglu, og vefpóstinn. Við greiðslu staðfestingargjalds er litið svo á að nemandi hyggist hefja nám við Háskólann á Bifröst á næstu önn og er staðfestingargjaldið síðar dregið frá upphæð skólagjalda.

Nýnemar skrá sig sjálfir í námskeið í Uglu á fyrstu önninni. 

Námskrá og yfirlit yfir námsskipulag hverrar námsleiðar er að finna á heimasíðu skólans undir hverju sviði fyrir sig.

Bókalistar birtast á Canvas í hverju námskeiði fyrir sig í upphafi annar.

Eftir að nemendur innritast og hafa sótt sér notendanafn og lykilorð, þá geta þeir smellt hér til að finna hagnýtar upplýsingar og leiðbeiningar um kerfi skólans, fyrirkomulag kennslu og notkun kennslukerfisins.

Fyrir nemendur sem hafa áhuga á upprifjun í stærðfræði og/eða upplýsingatækni bendum við á fornámskeið í viðkomandi greinum. Upplýsingar um þau má finna hér, bæði fyrir nemendur í háskólagátt og grunnnámi.

Helstu tengiliðir nemenda:

Við Háskólann á Bifröst er starfandi náms- og starfsráðgjafi sem sinnir ráðgjöf um námstækni, námsleiðir og námsframvindu. Náms- og starfsráðgjafi veitir nemendum jafnframt stuðning í námi og/eða varðandi persónuleg málefni. Hér er að finna upplýsingar um viðtalstíma náms- og starfsráðgjafar.

Verkefnastjórar á kennslusviði eru tengiliðir við nemendur frá innritun til útskriftar varðandi þjónustu í tengslum við námið, svo sem mat á fyrra námi, aðstoð við skráningu í og úr námskeiðum, námsferil, skráningu á vinnuhelgar, misserisverkefni o.fl.

Prófstjóri sér um utanumhald prófa og svarar fyrirspurnum varðandi prófamiðstöðvar og fleira.

Þjónustuborð Háskólans á Bifröst er opið alla virka daga frá kl. 9 – 12 og 13 – 15 þar sem þjónustustjóri er ávallt tilbúin að aðstoða nemendur.

Aðrir áhugaverðir tenglar:

Lífið á Bifröst

Háskólaþorpið

Helstu dagsetningar

Háskólinn á Bifröst á samfélagsmiðlum

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta