Á Bifröst er mikil áhersla lögð á alþjóðleika og samstarf við erlenda háskóla. Undanfarin ár hefur um 50% nemenda farið ár hvert í skiptinám erlendis í eina eða tvær annir.
Nemendum býðst að fara og stunda nám í einum af samstarfsskólum Bifrastar erlendis og er námið metið inn í grunnnám viðkomandi svo ekki glatist mikilvægur tími úr náminu. Skiptinám er góður undirbúningur fyrir nám og störf í alþjóðlegur umhverfi og um leið fá nemendur tækifæri til að kynnast annarri menningu, öðlast mikilvæga reynslu og víkka sjóndeildarhringinn. Að sama skapi kemur hópur erlendra skiptinema og dvelur á Bifröst ár hvert. Hér er listi yfir samstarfsskóla Háskólans á Bifröst.
Háskólinn er aðili að Erasmus-samstarfi evrópskra háskóla og er einnig með marga tvíhliða samninga við sérvalda háskóla utan Evrópu. Bifröst er meðlimur í "University of the Arctic" sem er samstarf nokkurra háskóla í Kanada, Bandaríkjunum, Grænlandi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi. Bifröst tekur einnig þátt í "north2north" skiptinemasamstarfi á vegum UArtic.
Alþjóðafulltrúi Háskólans á Bifröst
S. +354 4333000
Fax: +354 433 3001
|
![]()
Starfsmaður á þróunar- og alþjóðasviði
S. 433 3080
|
Erasmus code fyrir Háskólann á Bifröst er:
IS BORGARN 01
Umsóknareyðublöð:
Learning Agreement fyrir skiptinám (námskeiðaval)
(Umsóknarfrestur vegna haustannar er 15. maí og vorannar 15. október)
Umsókn um Erasmus styrk
(Umsóknarfrestur Erasmus styrks er 15. maí vegna haustannar og 15. október vegna vorannar)