Sérsniðið nám

Hjá símenntun Háskólans á Bifröst leggjum við okkur fram um að bjóða upp á vönduð, sérsniðin námskeið fyrir fyrirtæki og félög sem henta þörfum hvers hóps. Möguleikarnir eru óteljandi en segja má að námskeiðin séu styttra nám af öllum sviðum háskólans og leitað þar til reyndra fræðimanna og kennara. Við skipulag námskeiða er áhersla lögð á persónulega þjónustu og  leiðbeinandi kynnir sér fyrirtækið og þarfir starfsmanna til að geta snérsniðið hvert námskeið sem allra best.

Kennslufyrirkomulag:

Það er tilvalið fyrir hópa að sækja námskeið í fallegu og kyrrlátu umhverfi á Bifröst. Tvinna má saman fræðslu við skemmtun og hópefli og á lengri námskeiðum er gist á Hótel Bifröst sem einnig sér um girnilegar veitingar á meðan dvöl stendur.

Eigi hópurinn ekki heimangengt er bæði boðið upp á vinnulotu á staðnum, námskeið í fjarnám eða blöndu af hvoru tveggja. Háskólinn á Bifröst er leiðandi háskóli í fjarnámstækni og hefur mikla reynslu af blönduðu námi þar sem nýttar eru aðferðir fjarnáms, vendikennslu og handleiðslu.

Aðstaða á Bifröst:

Á Bifröst er afbragðs fundaraðstaða og fyrirlestrarsalir sem henta fyrir flestar stærðir hópa. Einnig er hægt að nýta sér aðstöðu og sérþekkingu háskólans í vinnu við stefnumótun eða áætlunargerð. Háskólinn á Bifröst útvegar þá ráðgjafa eða sérfræðing eða skipuleggur stuttan og fróðlegan fyrirlestur, allt eftir því hvað hentar best hverju sinni.

 

Nánari upplýsingar veitir Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir, sviðstjóri simenntun@bifrost.is 

[COMPONENT ItemId="1059" runat="server" src="/resources/files/1/c/courses-item-list.ascx" ]

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta