Umsókn um mat á fyrra háskólanámi

Nemendur sem sækja um nám við Háskólann á Bifröst geta sótt um að fá metið það nám sem þeir hafa lokið annars staðar frá.

Eyðublöð til að sækja um mat á fyrra námi er að finna hér.

Sigríður Ólöf Sigurðardóttir sér um mat á fyrra námi og skal senda umsóknir á netfangið verkefnisstjori@bifrost.is. Leitað er álits viðkomandi kennara og eða deildarforseta eftir þörfum.

Með umsókninni þarf að fylgja staðfest yfirlit náms úr öðrum skóla (prófskírteini/námsferilyfirlit), athugið að ekki er nóg að senda útprentun úr nemendaskrá. Einnig þurfa að fylgja óyggjandi námskeiðslýsingar þeirra námskeiða sem óskað er eftir að verði metin, af vef eða úr kennsluskrá viðkomandi skóla. Ef þessi gögn fylgja ekki umsókn verður hún ekki tekin til meðferðar.

Umsóknarfrestur vegna mats á fyrra námi á haustönn er til og með 30. september og á vorönn til og með 30. janúar. Meðferð umsókna getur tekið 2 – 3 vikur yfir veturinn, en lengri tíma í júní - ágúst.

Viðmiðunareinkunn vegna mats á fyrra námi er 6,0 samkvæmt reglugerð skólans.

Úr 23. gr. reglugerðar skólans

„...Í grunnámi er heimilt að meta allt að 90 ECTS-einingar sem nemandi hefur lokið í öðrum háskólum eða námsleiðum auk skiptináms. Í framhaldsnámi er heimilt að meta til eininga allt að 30 einingum úr öðrum háskólum eða námsleiðum, auk skiptináms, sem hluta af meistaranámi við skólann. Almenn krafa við mat á námsgreinum í grunn- og framhaldsnám er einkunnin 6 eða hærra.“

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta