Háskólinn á Bifröst er persónulegur háskóli sem leggur metnað sinn í að bjóða nemendum sínum góða og persónulega þjónustu. Hér er að finna hagnýtar upplýsingar fyrir nemendur við Háskólann á Bifröst.
Nemendur fá úthlutað auðkenni og lykilorði til þess að komast inn á kennslukerfið, MySchool, og vefpóstinn. Nemandi fær þessar upplýsingar sendar í tölvupósti á það netfang sem gefið var upp í umsóknarferlinu, þegar staðfestingargjald í skólann hefur verið greitt. Við greiðslu staðfestingargjalds er litið svo á að nemandi hyggist hefja nám við Háskólann á Bifröst á næstu önn og er staðfestingargjaldið síðar dregið frá upphæð skólagjalda.
Nýnemar skrá sig sjálfir í námskeið í Myschool á fyrstu önninni Námskeiðsframboð og skipulag næstu annar er að finna á heimasíðu skólans undir „Þjónusta – Nemendaskrá“.
Námsskrá og yfirlit yfir námsskipulag hverrar námsleiðar er að finna á heimasíðu skólans undir hverju sviði fyrir sig.
Bókalistar birtast á innri vef skólans fyrir hvern og einn nemanda miðað við skráningar hans í námskeið.
Til þess að fá tilfinningu fyrir því sem koma skal mælum við með því að þið skoðið á kynningarmyndbandið okkar um það hvernig eigi að undribúa sig fyrir nám við Háskólann á Bifröst.
Við Háskólann á Bifröst er starfandi náms- og starfsráðgjafi sem sinnir ráðgjöf um námstækni, námsleiðir og námsframvindu. Náms- og starfsráðgjafi veitir nemendum jafnframt stuðning í námi og/eða varðandi persónuleg málefni. Hér er að finna upplýsingar um viðtalstíma náms- og starfsráðgjafar.
Nemendaskrá tekur á móti skráningu í og úr námskeiðum og veitir ráðgjöf um skipulag náms, framvindu þess og val á námskeiðum.
Prófstjóri sér um utanumhald prófa og svarar fyrirspurnum er varðar prófamiðstöðvar og fleira.
Þjónustuborð Háskólans á Bifröst er opið alla virka daga frá kl. 8 – 16 þar sem þjónustustjóri er ávallt tilbúin að aðstoða nemendur.
Lífið á Bifröst
Háskólaþorpið
Helstu dagsetningar
Háskólinn á Bifröst á samfélagsmiðlum